Raivana er kraftmikil íslensk hönnun í anda náttúrunnar

RAIVANA er íslenskt vörumerki stofnað 2020, við hönnum og seljum vönduð úr & fylgihluti.

Nákvæmni og gæði eru einkenni „Swiss Made“ úrverkanna. Við höfum haft það að markmiði okkar að setja á markað úr í hæsta gæðaflokki og sett skilyrði við að úrin uppfylli ákveðna gæðastaðla. Þessvegna höfum við valið úrverk frá svissneskum framleiðendum sem hægt er að treysta á.

Hágæða ítalskt leður, rispufrítt safír gler, tvískipt stál umgjörð sem er háglans og mattur til þess að skapa kraftmikið en á sama tíma stílhreint og elegant útlit.

Innsti kjarni RAIVANA er íslensk náttúra, við höfum haft það að leiðarljósi að sameina hönnun við lögmál náttúrunnar. Kraft, hreinleika og jafnvægi.

Við trúum og treystum á það sem við seljum, það eru okkar gildi, áherslur og framtíðarsýn.

Markmið okkar er að gera betur í dag en í gær, við viljum vera þekkt fyrir að leysa málin og standa við gefin loforð.

Innihaldið

  • Sviss quartz úrverk.
  • Vönduð stál umgjörð úr ryðfríu 316L stáli.
  • Rispufrítt safír gler.
  • Swiss luminous (Sjálflýsandi vísar).
  • 50 metra vatnsvörn.
  • AA+ Zircon steinar.
  • Ítalskt leður með butterfly læsingu.
  • Úrkassi 40 mm – þykkt 0.9mm.

(Ábyrgjumst 6 mánaða rafhlöðu endingu)
Við bjóðum upp á fría heimsendingu.