Með hverju keyptu úri fylgir ábyrgðar/eigenda skírteini. Á skírteininu kemur fram númer úrsins, helstu upplýsingar um kaupanda og vöruna,
kvittað og stimplað frá starfsfólki Raivana. Með þessu tryggjum við hraða og örugga þjónustu við viðskiptavini okkar.
Trygging fylgir hverju keyptu úri:
Úrið er alltaf tryggt til 2 ára við framleiðslu göllum.
1. Afgreiðsla pantana
Allar pantanir eru afgreiddar innan 1-2 virka daga.
Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. En ef vara er uppseld og ófáanleg innan tímamarka látum við viðkomandi vita og endurgreiðum vöruna eða finnum sambærilega vöru sem kaupandi er ánægður með.
2. Afgreiðsla pantana/sóttar í verslun
Afhendingartími vöru er að jafnaði eftir klukkan 12:00 daginn eftir að pöntun á sér stað.
3. Skila og skiptiréttur varðandi vörur keyptar í netverslun
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað.
4. Ábyrgðarskilmálar
Framvísa skal ábyrgðarskírteini eða kvittun sem fylgir vörunni þegar komið er með bilaða vöru til viðgerðar.
Bjóðum að lágmarki 2 ára ábyrgð á öllum okkar vörum samkvæmt neytendalögum, gildir frá kaupdegi. Ábyrgðin tekur aðeins til verksmiðjugalla sem sannarlega koma fram í vörunni á ábyrgðartímanum.
Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á vöru eins t.d rispum eða öðrum óhöppum sem leiða til skemmda á vörunni.
Ábyrgðin veitir ekki rétt til að krefjast nýrrar vöru í stað þeirra biluðu. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.
5. Trúnaður
Raivana lofar viðskiptavinum fyllsta trúnaði og mun ekki gefa upp persónulegar upplýsingar til þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
6. Lög og varnarþing
Lög og varnarþing Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.